Búið að tala við annan bróðurinn - börnin á batavegi

Brúin yfir Núpsvötn í gær.
Brúin yfir Núpsvötn í gær. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Búið er að tala við annan bróðurinn sem var í Toyota Land Cruiser-jepp­an­um sem fór í gegn­um vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn í fyrradag. Ekki hefur verið hægt að tala við hinn bróðurinn enn. Er hann sagður mikið slasaður. 

„Það var tekin skýrsla af farþeganum í morgun. Það er enn þá óljóst hvenær það verður hægt að taka af ökumanninum skýrslu. Við getum ekki gefið neitt upp um hans frásögn.

Hann gaf okkur greinargóðar upplýsingar þannig að við höfum núna nokkuð góða mynd af atburðarásinni,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Frá aðgerðum við Land­spít­al­ann í Foss­vogi í fyrradag þegar þyrl­ur …
Frá aðgerðum við Land­spít­al­ann í Foss­vogi í fyrradag þegar þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar fluttu slasaða á bráðamót­tök­u. mbl.is/Árni Sæberg

Eiginkonur bræðranna og 11 mánaða stúlka létust þegar bíllinn féll fram af brúnni en hin tvö börnin, á aldrinum 7 til 9 ára, eru á batavegi.

Samkvæmt Oddi verður frásögn mannsins sem talað var við í morgun borin saman við aðra þætti rannsóknarinnar áður en greint verður frá því hver tildrög slysins voru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert