Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

mbl.is/​Hari

Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017.

Flestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi eru frá Póllandi eða 19.269 og 4.093 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.

Enn fremur segir að 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hafi erlendum ríkisborgurum sem eru skráðir til heimilis hér á landi fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta sé fjölgun sem nemur 67,6%. Á sama tímabili hafi hlutfall landsmanna með erlent ríkisfang aukist úr 7,9% í 12,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert