Fyrsta beina leiguflugið til Grænhöfðaeyja

Grænhöfðaeyjar eru eyjaklasi um 570 km undan vesturströnd Afríku og …
Grænhöfðaeyjar eru eyjaklasi um 570 km undan vesturströnd Afríku og flugtími frá Keflavík er rúmir sjö tímar. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja (e. Cabo Verde) fór í loftið fyrr í vikunni á vegum ferðaskrifstofunnar VITA. Flogið var með Icelandair og var ferðin farin í samstarfi við Moggaklúbbinn og seldist upp í ferðina á örfáum vikum. 

Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúarflug og sérstök móttökunefnd, skipuð helstu embættismönnum eyjaklasans, tók á móti farþegum á flugvellinum. 

Segir í fréttatilkynningu frá VITA að til standi að bjóða upp á fleiri ferðir til Grænhöfðaeyja í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert