Hætta samstarfi við Procar

Guide to Iceland hefur hætt viðskiptum við bílaleiguna Procar, í …
Guide to Iceland hefur hætt viðskiptum við bílaleiguna Procar, í ljósi nýlegra frétta af svikum bílaleigunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðasölufyrirtækið Guide to Iceland hefur slitið samstarfi sínu við bílaleiguna Procar, sem hefur orðið uppvís að umfangsmiklu svindli. Þetta staðfestir Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu, í samtali við mbl.is.

Ólafur segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin hjá fyrirtækinu í gær, eftir að Samtök ferðaþjónustunnar tóku þá ákvörðun að vísa Procar úr samtökunum.

„Við biðum bara eftir niðurstöðu frá SAF og um leið og SAF tók ákvörðun var tekin ákvörðun hjá okkur í sama tóni,“ segir Ólafur.

Gui­de to Ice­land starf­ræk­ir stærsta ferðaþjón­ustu­markaðstorg lands­ins og selur ferðir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á vef sínum, guidetoiceland.is. Þar geta ferðamenn bókað afþreyingu, gistingu, bílaleigubíla og aðra þjónustu frá yfir 500 fyrirtækjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert