12 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Procar-máli

Har­aldur­ Sveinn Gunn­ars­son við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í …
Har­aldur­ Sveinn Gunn­ars­son við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Har­ald­ Svein Gunn­ars­son, meiri­hluta­eig­anda bílaleigunnar Procar, í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Haraldur hafði í liðinni viku játað ský­laust brot sín um að hafa falsað mæla­stöðu á vel á annað hundrað bíla áður en þeir fóru í end­ur­sölu.

Dómur héraðsdóms féll nú eftir hádegi, en Rúv greindi fyrst frá. 

Héraðssak­sókn­ari fór fram á 1-2 ára skil­orðsbund­inn dóm að hluta eða öllu leyti en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við mbl.is að 12 mánaða skilorðsbundinn dómur hefði verið niðurstaðan. 

Í ákær­unni kom fram að í það heila hefði verið farið fram á um 15 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur. Héraðssak­sókn­ari féll hins veg­ar frá bót­um í mál­inu þar sem eig­andi hafði þegar samið við 122 af þeim 134 ein­stak­ling­um sem málið náði til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert