Birta upptökur úr öryggismyndavél af Jóni

Á upptökunni sést Jón Þröstur yfirgefa hótelið um klukkan 11 …
Á upptökunni sést Jón Þröstur yfirgefa hótelið um klukkan 11 laugardaginn 9. febrúar. Skjáskot/RTÉ

Írska lögreglan birti í kvöld upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna síðustu ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin 9. febrúar síðastliðinn.

Upptökurnar voru sýndar í þættinum CrimeCall á sjónvarpsstöðinni RTÉ í kvöld þar sem rætt var við Davíð Karl og Daní­el Örn Wii­um, bræður Jóns Þrast­ar. Á upptökunum sést Jón Þröstur yfirgefa hótelið þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Í næsta myndbroti sést til hans á gangi skammt frá hótelinu.

„Hann er límið sem heldur fjölskyldunni saman,“ sagði Daníel í viðtali í CrimeCall í kvöld.  

Fjölmargir úr fjölskyldu Jóns Þrastar og vinir hans hafa tekið þátt í leit að honum í Dublin síðustu daga. Nýjar ábendingar bárust eftir umfangsmikla leit á laugardag og er fjölskyldan vongóð um að hann finnist. „Það er ekk­ert far­arsnið á okk­ur fyrr en þetta er leyst,“ sagði Davíð Karl í samtali við mbl.is fyrr í dag.  

Hér má sjá upptökurnar úr öryggismyndavélum sem írska lögreglan birti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert