Nýjar ábendingar í leitinni að Jóni

Fjöldi sjálfboðaliða hefur tekið þátt í leitinni að Jóni Þresti. …
Fjöldi sjálfboðaliða hefur tekið þátt í leitinni að Jóni Þresti. Enn sem komið er eru þeir engu nær. Ljósmynd/aðsend

Nokkrar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni frá einstaklingum sem telja sig hafa séð Jón Þröst Jónsson, Íslendinginn sem hvarf í Dublin að morgni laugardagsins 9. febrúar.

Írska lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að kanna hvort fótur sé fyrir einhverjum ábendinganna en hingað til hefur það engan árangur borið.

Mikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga en írska lögreglan hefur nýtt sér aðstoð leitarhunda og þyrlu á svæðum í grennd við hótelið sem Jón Þröstur dvaldi á, að því er fram kemur í umfjöllun um leitina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert