Segir fjölda ábendinga hafa borist

Jóns Þrastar hefur verið saknað í tæpan mánuð og leit …
Jóns Þrastar hefur verið saknað í tæpan mánuð og leit hefur engan árangur borið, enn sem komið er. Ljósmynd/Facebook

Fjölmargar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar fyrir tæpum mánuði. Fréttastofa RÚV hefur þetta eftir Michael Mulligan, yfirlögregluþjóni írsku lögreglunnar, sem segir um 600 þúsund manns hafa fylgst með umfjöllun um leitina að Jóni Þresti og í kjölfarið hafi fjölmargar ábendingar borist.

Leitin sjálf hefur þó ekki skilað árangri.

Jóns Þrastar hefur verið saknað frá því 9. febrúar er hann yfirgaf hótelið, sem hann dvaldi á í Dublin á Írlandi ásamt unnustu, án síma, veskis og vegabréfs og hefur ekki sést síðan.

Síðan þá hafa ættingjar hans, lögregluyfirvöld, björgunarsveit og almenningur haldið úti leit að honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert