Interpol lýsir eftir Jóni Þresti

Skjáskot af vef Interpol

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir nú eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem ekki hefur spurst til frá því hann hvarf í Dublin á Írlandi 9. febrúar síðastliðinn. Mál hans hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi og á Írlandi, þar sem fjölskylda hans hefur dvalist síðustu vikur og aðstoðað við leitina að honum.

Vefútgáfa Fréttablaðsins hafði eftir Davíð Karli Wiium, bróður Jóns Þrastar, að það hafi verið „stórt skref“ að fá Interpol til þess að lýsa eftir Jóni Þresti á alþjóðavísu.

„Maður veit ekkert hvar maðurinn er, en eins og staðan er núna erum við bara að reyna að þrauka, hengja upp veggspjöld og sýna einhvern lit,“ segir Davíð Karl við Fréttablaðið, en hann hefur verið í Dublin nær sleitulaust frá því bróðir hans hvarf.

Hann segir að lögreglu séu enn að berast ábendingar um hvarf Jóns.

Síðast sást til Jóns Þrastar í Whitehall-hverf­inu í Dublin klukk­an rétt rúm­lega ell­efu fyr­ir há­degi 9. febrúar. Jón Þröst­ur lenti í borg­inni kvöldið áður en hann hvarf, en hann ætlaði að taka þátt í pókermóti sem hófst á miðviku­deg­in­um í vik­unni á eft­ir.

Jón Þröstur á gangi skömmu eftir að hann gekk út …
Jón Þröstur á gangi skömmu eftir að hann gekk út af hóteli sínu 9. febrúar síðastliðinn. Úr öryggismyndavél
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert