Ólíklegt að Jón Þröstur sé í Whitehall

Enn er leitað að Jóni Þresti Jónssyni. Talið er ólíklegt …
Enn er leitað að Jóni Þresti Jónssyni. Talið er ólíklegt að hann sé enn að finna í Whitehall-hverfinu í Dublin. Skjáskot

Talið er mjög ólíklegt að Jón Þröstur Jónsson sé í Whitehall-hverfinu í Dublin þaðan sem hann hvarf 9. febrúar. Þetta var niðurstaða eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila á Írlandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fjölskyldu Jóns Þrastar.

Hann getur hafa ferðast innan Írlands, jafnvel til Bretlands.

Aðstandendur Jóns Þrastar eru enn staddir á Írlandi og segjast ekki ætla að yfirgefa landið fyrr en hann sé fundinn. Þá biðla þau til heimamanna um hjálp við leitina og hvetja fólk til þess að prenta út plaköt sem hafa verið gerð aðgengileg með Google drive.

Síðast sást til Jóns Þrastar í grennd við Highfield-sjúkrahúsið. Þá segir í tilkynningunni að mögulega hafi hann sest í bifreið og getur hann hafa farið hvert sem er innan Írlands.

Jón Þröstur skildi eftir skilríki og vegabréf á hótelherberginu, en talið er að hann hafi getað komið sér til Norður-Írlands eða til Bretlands án þess að vera krafinn um að framvísa skilríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert