Ekki greinst nein ný mislingatilfelli

Bólusett gegn mislingum. Mynd úr safni.
Bólusett gegn mislingum. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi frá 20. mars, að því er fram kemur í frétt á vef landlæknisembættisins. Heildarfjöldi staðfestra til­fella er nú sex og eitt vafa­til­felli.

Enn eru þó að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu, en bólu­setn­ing­ar geta valdið misl­ingalík­um út­brot­um í um það bil 5% til­fella. Þeir eru hins vegar ekki smitandi og þurfa því ekki að vera í einangrun.

Alls hafa verið tek­in sýni hjá um 90 ein­stak­ling­um á und­an­förn­um vik­um og hefur um tíu þúsund skömmtum af bólu­efni gegn misl­ing­um verið komið í dreif­ingu á heil­brigðis­stofnunum um land allt undanfarnar vikur

Á næstu dögum mun sóttvarnalæknir endurskoða það fyrirkomulag sem verið hefur undanfarnar vikur varðandi bólusetningar og ákveða hvort farið verður aftur að bólusetja samkvæmt fyrri áætlun, við 18 mánaða og 12 ára aldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert