Enn eitt kortametið

Erlendir ferðamenn á ferð í miðborg Reykjavíkur.
Erlendir ferðamenn á ferð í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Velta erlendra greiðslukorta án flugsamgangna nam 30,3 milljörðum króna í janúar og febrúar. Það var 10% aukning milli ára og mesta velta frá upphafi.

Þetta má lesa úr tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV). Samkvæmt þeim var velta erlendra korta um 237 milljarðar króna í fyrra sem einnig var met.

Árni Sverrir Hafsteinsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri RSV, bendir á að gengi krónu hafi gefið töluvert eftir í fyrra. Því sé ekki gefið að veltan hafi aukist í erlendri mynt.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann aðspurður ekki óraunhæft að velta erlendra greiðslukorta muni dragast saman í ár. Fall WOW air sé þar meginástæðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert