Refsilækkun ekki útskýrð

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Ekki kemur fram í dómi Landsréttar á föstudag hvers vegna refsing yfir Þórði Ju­hasz er milduð en þrír dómarar Landsréttar staðfestu dóm héraðsdóm yfir honum en lækkuðu refsinguna úr fjórum árum í þrjú og hálft ár. Þórður var sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára stúlku.  

Landsréttur vísar í dómi sínum til 205 gr. og a liðar 1. mgr. 195. gr. almennra hegningarlaga auk 1. mgr. 70 gr. sömu laga. Þar segir: Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eftirtalin atriði: Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að. 

Í greinum 194, 195 og 205 segir svo:

 194. gr. 
 [[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.] 
 Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.] 
 195. gr. 
 [Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða það til þyngingar: 
    a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára.

205. gr. 
 [Nú hefur sá sem sæta skal refsingu fyrir eitthvert þeirra kynferðisbrota sem að framan greinir áður verið dæmdur sekur um slíkt brot og má þá hækka refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 

Í niðurstöðu dómaranna þriggja, Aðalsteins E. Jónassonar, Ragnheiðar Harðardóttur og Hervarar Þorvaldsdóttur segir: Brot ákærða er alvarlegt og beindist að 14 ára barni. Á hann sér engar málsbætur.

Líkt og rakið var í frétt mbl.is í gær þá kynntist Þórður stúlkunni á Snapchat árið 2016 og í kjöl­far fyrstu kynna ákváðu þau að hitt­ast í per­sónu. Þórður sótti stúlk­una og ók með hana upp í Heiðmörk. Að því er fram kem­ur í dóm­in­um nýtti hann sér þar yf­ir­burðastöðu sína vegna ald­urs- og þroskamun­ar og neyddi stúlk­una til að hafa munn­mök við sig. Þegar hún reyndi að hætta hélt hann höfði henn­ar niðri. Stúlkan greindi fyrst frá ofbeldinu í viðtali við félagsráðgjafa í byrjun árs 2017.

Þórður er fæddur árið 1984 og var áður Jósteinsson. Árið 2008 var hann dæmdur í árs fangelsi í Hæstarétti fyr­ir að valda með víta­verðu gá­leysi um­ferðarslysi á Suður­lands­vegi með þeim af­leiðing­um að þrítug­ur karl­maður og 5 ára göm­ul stúlka létu lífið og faðir stúlk­unn­ar og átta ára gam­all bróðir slösuðust al­var­lega. Hann hefur einnig ítrekað hlotið dóma fyrir umferðalagabrot. 
Þá var hann 9. október 2009 dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tólf ára gömlu barni líkt og rakið er í frétt mbl.is.
Í dómi héraðsdóm er haft eftir föður stúlkunnar en fjölskyldan upplifði mikla breytingu á líðan hennar eftir brot mannsins gegn henni. Hún glími enn við eftirköst ofbeldisins og leitar á erfiðum stundum í slæman félagsskap og sýnt áhættuhegðun. Foreldrar hennar fengu ekki vitneskju um hvað hafði gerst fyrr en árið 2017. Stúlkan hefur meðal annars þurft að leggjast inn á Barna- og unglingageðdeild í fyrra. 
Í viðtölum við sálfræðing hafi komið fram einkenni sem hafi bent til þess að stúlkan hafi
orðið fyrir kynferðisbroti. Hún hafi mælst mjög hátt á kvarða um áfallastreituröskun og kvíða og hafi tengt einkenni við það atvik sem ákært væri fyrir í þessu máli. Stúlkan hafi misst sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Einstaklingar sem þannig væri ástatt fyrir væru oft útsettir fyrir eldri einstaklingum. Tekist hafi að vinna nokkuð vel með mál hennar og töluverðar framfarir hafi orðið. Það hefði orðið bakslag vegna aðalmeðferðar málsins fyrir dómi, er haft eftir sálfræðingi stúlkunnar.
Saksóknari fór fram á að dómur héraðsdóms yrði staðfestur um sakfellingu Þórðar og að refsing hans yrði þyngd. Dómarar í Landsrétti staðfestu sakfellinguna en milduðu refsinguna eins og áður sagði um sex mánuði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka