Laun þjóðkjörinna fulltrúa hækki ekki

Launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum …
Launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum, segir á minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launahækkun 1. júlí 2019 mun ekki koma til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum. Þetta kemur fram á minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðherra sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með samþykki ríkisstjórnarinnar. Þetta er önnur tveggja breytinga sem lagðar eru til á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem nú er til meðferðar Alþingis.

Hin breytingin er að fjármála- og efnahagsráðherra verði hins vegar veitt heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á launum 1. júlí 2020.

Jafnframt er lagt til að ákvæði um heimild ráðherra til að hækka laun 1. janúar til samræmis við áætlaða breytingu á launum 1. júlí verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frumvarpsins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert