Aðalmeðferð verður 6. júní

Bruni í einbýlishúsi á Selfossi 31. október.
Bruni í einbýlishúsi á Selfossi 31. október. mbl.is/​Hari

Aðalmeðferð í máli karl­manns sem ákærður er fyr­ir brennu og mann­dráp á Sel­fossi í 31. októ­ber síðastliðinn verður 6. júní. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn.

Maður­inn er til vara ákærður fyr­ir brennu og mann­dráp af gá­leysi. Hann er grunaður um að hafa lagt eld að pappa­kassa og gard­ín­um í stofu á neðri hæð íbúðar­húss og valdið þannig elds­voða sem hafði í för með sér al­manna­hættu, vit­andi af karl­manni og konu sem voru gest­kom­andi í svefn­her­bergi á efri hæð húss­ins er eld­ur­inn magnaðist upp. Hafði eld­ur­inn breiðst út um húsið þegar slökkvistarf hófst.

Af­leiðing­ar þessa voru að parið lést af völd­um kol­mónoxíðeitr­un­ar vegna inn­önd­un­ar á reyk og húsið gjör­eyðilagðist. Í ákæru seg­ir enn frem­ur að ákærði hafi enga til­raun gert til að aðvara fólkið um eld­inn eða koma því til bjarg­ar áður en hann yf­ir­gaf húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert