Allt að lífstíðarfangelsi fyrir þungunarrof

Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára Ómarsdóttir

Ný löggjöf í Alabama-ríki um þungunarrof hefur vakið töluverða athygli, en þau lög eru hin hörðustu í Bandaríkjunum.

Þungunarrof, sem einnig kallast fóstureyðing, er nú bannað á öllum stigum meðgöngunnar og geta læknar átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma það.

Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa hert löggjöf um fóstureyðingar á undanförnum misserum. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, segir í Morgunblaðinu í dag að lagasetningin sé hugsuð til þess að fá hæstarétt Bandaríkjanna til þess að taka réttinn til fóstureyðinga til endurskoðunar en hann hefur verið sagður varinn af stjórnarskrá Bandaríkjanna allt frá dómi hæstaréttar landsins í máli Roe gegn Wade árið 1973.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert