Sáttaviðræðum ekki formlega lokið

Forsætisráðuneytið lítur hvorki svo á að sáttaviðræðum við fyrrverandi sakborninga …
Forsætisráðuneytið lítur hvorki svo á að sáttaviðræðum við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sé formlega lokið né hlutverki setts ríkislögmanns, sem falið var að ljúka málinu annaðhvort á grundvelli breiðrar sáttar eða viðræðna við hvern og einn þeirra sem sýknaðir voru eða aðstandendur þeirra. mbl.is/Ófeigur

Forsætisráðuneytið hefur ekki fengið skilagrein frá sáttanefnd stjórnvalda sem skipuð var til að leiða sáttaviðræður við fyrrverandi sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.  

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður eins hinna sýknuðu, sagði í samtali við mbl.is í morgun að ríkið hafi slitið samningaviðræðunum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu og aðstandenda þeirra. Segir hann að eng­in önn­ur úr­lausn sé í mál­inu en að leita til dóm­stóla.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir hins vegar að ráðuneytið líti hvorki svo á að sáttaviðræðum sé formlega lokið né hlutverki setts ríkislögmanns, sem falið var að ljúka málinu annaðhvort á grundvelli breiðrar sáttar eða viðræðna við hvern og einn sem sýknaðir voru eða aðstandendur þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka