Fyrirtækið Geymslur sýknað

Frá eldsvoðanum í Miðhrauni.
Frá eldsvoðanum í Miðhrauni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fyrirtækið Geymslur af skaðabótakröfum vegna eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ á síðasta ári.

Þetta staðfestir Ágúst Valsson, einn forsvarsmanna hópsins sem átti eigur í húsnæði Geymslna sem brann í eldsvoðanum.

Hann segir að ekki hafi verið ákveðið með næstu skref en að hópurinn muni á næstunni funda með lögmanni.

Í einni af stefnunum vegna málsins kom fram að þrátt fyrir að samningurinn við þá sem áttu muni í húsnæðinu hafi verið sagður húsaleigusamningur hafi ekki verið vitnað til ákvæða húsaleigulaga í skilmálum Geymslna fyrir viðskiptavini.

Að sögn Ágústs kom fram í dómnum sem var kveðinn upp í morgun að samningurinn félli undir húsaleigulög en ekki lög um þjónustukaup og það þætti honum undarlegt.

Fyr­ir­taka í þrem­ur mál­um fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar þar sem eig­end­ur Geymslna í Miðhrauni voru krafðir um í kring­um 20 millj­ón­ir króna sam­an­lagt í skaðabæt­ur vegna brun­ans. Um fjöru­tíu mál til viðbót­ar biðu þess að verða höfðuð ef niðurstaðan í mál­un­um þrem­ur yrði jákvæð fyrir þá sem áttu eignir í húsnæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert