„Miklu meiri framkvæmdir en þarf“

Valgeir Benediktsson býr að bænum Árnesi II í Árneshreppi.
Valgeir Benediktsson býr að bænum Árnesi II í Árneshreppi. mbl.is/Golli

„Þetta leyfi frá sveitarstjórn kemur okkur ekkert á óvart enda kemur þetta í beinu framhaldi af úrskurði Skipulagsstofnunar, en hver viðbrögð okkar verða að öðru leyti getum við ekki sagt til um núna,“ segir Valgeir Benediktsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Rjúkandi í Árneshreppi, um þá ákvörðun sveitarstjórnar hreppsins að veita leyfi fyrir fyrsta áfanga framkvæmda vegna Hvalárvirkjunar.

Leyfið sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki tek­ur til rann­sókn­a á jarðfræðileg­um þátt­um, vega­gerð við veg­i að og um virkj­un­ar­svæði, brú­ar­gerð yfir Hvalá, efn­is­töku og efn­is­los­un, bygg­ingu frá­veitu, öfl­un neyslu­vatns og upp­setn­ing­u vinnu­búða.

Hægt að fara aðrar, ódýrari leiðir

Valgeir tekur undir gagnrýni Landverndar þess efnis að leyfið nái til framkvæmda umfram það sem nauðsynlegt getur talist í rannsóknarskyni.

„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir en þarf til rannsókna á svæðinu. Við erum algjörlega sammála því,“ segir Valgeir og nefnir þar á meðal umfangsmikla vegagerð.

Við bentum á það í athugasemdum við deiliskipulagstillöguna, og fjölmargir aðrir, að hægt væri að fara aðrar leiðir, ódýrari og sem kæmu ekki svona mikið niður á náttúrunni. Þetta snýst nú aðallega um það.“

„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir …
„Það er alveg hárrétt að þetta eru miklu meiri framkvæmdir en þarf til rannsókna á svæðinu.“ mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert