„Við höfum ekki séð annað eins“

Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur.
Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjör­dís Björk Ólafs­dótt­ir, lyfja­fræðing­ur í Apó­tek­ar­an­um á Sel­fossi seg­ir að aldrei hafi verið jafn mik­il eft­ir­spurn á Suður­landi eft­ir flugna­fæl­um og lyfj­um við bit­um og nú.

Ástæðuna fyr­ir eft­ir­spurn­inni seg­ir hún vera hið skæða lús­mý sem herji á ferðafólk og fólk í sum­ar­bú­stöðum í ná­grenni við Sel­foss.

Nán­ast hver ein­asta flugna­fæla í Apó­tek­ar­an­um á Sel­fossi hef­ur selst upp vegna lús­mýs sem hef­ur herjað á fólk á Suður­landi und­an­farna daga. „Það selst allt upp strax og það er ann­ar hver maður hérna með fullt af bit­um,“ seg­ir Hjör­dís.

Hjör­dís seg­ir að það sem virðist vera öfl­ug­ast gegn lús­mý­inu sé moskító- og flugna­fæl­an Moustidose Deet, sem hef­ur verið sér­stak­lega vin­sælt hjá ferðafólki á leið til Afr­íku. Hún seg­ist auk þess mæla með því að fólk á svæðum þar sem mikið er um lús­mý setji lavend­er- eða tea tree olíu í glugga og rúm­föt og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að loka glugg­um fyr­ir klukk­an sjö á kvöld­in þegar lús­mýið fari á stjá. Ef fólk er bitið mæl­ir Hjör­dís með því að bera Mild­i­son sterakrem á bit­in og taka inn of­næmistöflu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka