„Við höfum ekki séð annað eins“

Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur.
Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjördís Björk Ólafsdóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum á Selfossi segir að aldrei hafi verið jafn mikil eftirspurn á Suðurlandi eftir flugnafælum og lyfjum við bitum og nú.

Ástæðuna fyrir eftirspurninni segir hún vera hið skæða lúsmý sem herji á ferðafólk og fólk í sumarbústöðum í nágrenni við Selfoss.

Nánast hver einasta flugnafæla í Apótekaranum á Selfossi hefur selst upp vegna lúsmýs sem hefur herjað á fólk á Suðurlandi undanfarna daga. „Það selst allt upp strax og það er annar hver maður hérna með fullt af bitum,“ segir Hjördís.

Hjördís segir að það sem virðist vera öflugast gegn lúsmýinu sé moskító- og flugnafælan Moustidose Deet, sem hefur verið sérstaklega vinsælt hjá ferðafólki á leið til Afríku. Hún segist auk þess mæla með því að fólk á svæðum þar sem mikið er um lúsmý setji lavender- eða tea tree olíu í glugga og rúmföt og bætir við að mikilvægt sé að loka gluggum fyrir klukkan sjö á kvöldin þegar lúsmýið fari á stjá. Ef fólk er bitið mælir Hjördís með því að bera Mildison sterakrem á bitin og taka inn ofnæmistöflu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert