HR 52. besti ungi háskóli veraldar

Háskólinn í Reykjavík er 52. á lista yfir bestu háskóla …
Háskólinn í Reykjavík er 52. á lista yfir bestu háskóla undir fimmtugu í heiminum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háskólinn í Reykjavík er í 52. sæti á lista yfir bestu háskólana 50 ára og yngri. Á listanum eru 100 háskólar og í fyrra var HR númer 89. Þetta er því stökk.

Á sama tíma er HR númer 301-350 á lista yfir bestu háskóla í heimi, þar sem ekkert tillit er tekið til aldurs heldur einvörðungu gæða.

Þessi listi, sem Times Higher Education heldur úti, tekur tillit til 13 lykilþátta háskólastarfs: fjölda tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn skólans, gæða kennslu og rannsókna, alþjóðlegra tengsla og samstarfs við atvinnulífið. 

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur í Hörpu 22. júní …
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur í Hörpu 22. júní 2019. Ljósmynd/Eva Björk

Háskólinn í Reykjavík var stofnaður 1998 á grunni Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands en árið 2005 sameinaðist hann Tækniháskóla Íslands. Um 3600 nemendur stunda nám við Háskólann í Reykjavík, starfsmenn eru um 250 auk fjölda stundakennara.

„Þetta eru einstaklega ánægjulegar fréttir fyrir Háskólann í Reykjavík, starfsfólk skólans og nemendur. Stefna okkar hefur alltaf verið að sinna nemendum okkar og íslensku samfélagi sem best og hafa að leiðarljósi gæðaviðmið öflugra, alþjóðlegra háskóla. Það hefur skilað sér í því að HR hefur náð þeim frábæra árangri að skipa sér í fremstu röð meðal háskóla heims. Þessi árangur er fyrst og fremst frábæru starfsfólki Háskólans í Reykjavík að þakka og ég sendi þeim, nemendum skólans og öllum sem standa að HR hamingjuóskir,” er haft eftir Ara Kristni Jónssyni rektor í tilkynningu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert