Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að …
Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suður­lands í máli ákæru­valds­ins gegn Vig­fúsi Ólafs­syni, sem dæmd­ur var fyr­ir mann­dráp af gá­leysi og brennu 9. júlí. Vig­fús var ákærður eft­ir að tveir lét­ust í bruna að Kirkju­vegi 18 á Sel­fossi í októ­ber.

Það var niðurstaða héraðsdóms að Vig­fús skyldi sæta fimm ára fang­elsi. Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir héraðssak­sókn­ari staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að rík­is­sak­sókn­ari hefði áfrýjað mál­inu, en ekki náðist í rík­is­sak­sókn­ara við vinnslu frétt­ar­inn­ar. Fyrst var greint frá á vef RÚV.

Aðal­krafa héraðssak­sókn­ara var að Vig­fús skyldi dæmd­ur fyr­ir mann­dráp og brennu en til vara fyr­ir mann­dráp af gá­leysi og brennu. 

Refs­ing fyr­ir mann­dráp er venju­lega 16 ára fang­elsi og í svari rík­is­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn frétta­stofu RÚV seg­ir að áfrýjað sé í því skyni að Vig­fús verði sak­felld­ur fyr­ir þá hátt­semi sem hon­um er gef­in að sök i ákæru og að refs­ing verði þyngd. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka