Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

Niðurstaða nefndarinnar er á þá leið að ekki sé til …
Niðurstaða nefndarinnar er á þá leið að ekki sé til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni í þeim framkvæmdum sem fara eiga fram í sumar að framkvæmdir skuli stöðvaðar á meðan kærumálin fái efnislega meðferð. mbl.is/Golli

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur hafnað kröf­um kær­enda í sex kæru­mál­um um stöðvun und­ir­bún­ings­fram­kvæmda vegna Hvalár­virkj­un­ar á meðan að úr­sk­urðað er í mál­un­um, en bráðabirgðaúrsk­urður þess efn­is var kveðinn upp í dag.

Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar er á þá leið að ekki sé til staðar sú hætta á óaft­ur­kræfu tjóni í þeim fram­kvæmd­um sem fara eiga fram í sum­ar að fram­kvæmd­ir skuli stöðvaðar á meðan kæru­mál­in fái efn­is­lega meðferð.

Nefnd­in býst við því að vera búin að skila af sér efn­is­legri niður­stöðu í kæru­mál­un­um fyr­ir næsta vor eða sum­ar.

Tekið er fram í niður­stöðunni að rétt sé að benda á að Vest­ur­verk sem leyf­is­hafi í fram­kvæmd­un­um beri „alla áhættu af því að hefja fram­kvæmd­ir á grund­velli hinna kærðu leyfa“ á meðan að end­an­leg niðurstaða um lög­mæti þeirra liggi ekki fyr­ir.

Land­eig­end­ur lýsa yfir von­brigðum

Land­eig­end­ur Dranga­vík­ur í Árnes­hreppi voru á meðal þeirra aðila sem kærðu fram­kvæmd­irn­ar og kröfðust þess að þær yrðu stöðvaðar. Í yf­ir­lýs­ingu lýsa land­eig­end­ur þar yfir „mikl­um von­brigðum“ með ákvörðun úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar.

„Yf­ir­vof­andi fram­kvæmd­ir munu valda óaft­ur­kræf­um um­hverf­is­spjöll­um, sama þó Vest­ur­verk full­yrði annað. Við Hvalárósa áform­ar Vest­ur­verk að moka upp mörg þúsund tonn­um af efni, slétta plan fyr­ir vinnu­búðir við ár­mót Hvalár og Rjúk­andi og leggja stál­grind­ar­brú yfir ána. Þá eru forn­minj­ar í hættu vegna vega­fram­kvæmda,“ segja land­eig­end­ur í Dranga­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert