„Þetta skal aldrei verða“

Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur þótt gríðarlega umdeild í Árneshreppi og víðar.
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur þótt gríðarlega umdeild í Árneshreppi og víðar. mbl.is/Golli

„Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ seg­ir Hrafn Jök­uls­son um­hverf­issinni um fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un. Fram­kvæmd­ir vegna virkj­un­ar­inn­ar hóf­ust í dag á Ófeigs­fjarðar­vegi og seg­ir Hrafn von á aðgerðum í vik­unni.  

Fyr­ir­huguð Hvalár­virkj­un hef­ur verið gríðarlega um­deild í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars. 

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Hrafn seg­ir mikla sam­stöðu vera á meðal fólks um að koma í veg fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar. 

„Þau skaðræði sem eru að ger­ast á Strönd­um núna verða stöðvuð. Það eru mjög marg­ir ein­stak­ling­ar, fé­laga­sam­tök og aðrir aðilar í sam­bandi vegna þessa. Mér þykir satt að segja hörmu­legt að um­hverf­is­ráðherra og stjórn­völd skuli ekki hafa gripið inn í þegar ótal kær­ur hafa verið sett­ar fram vegna þess­ar­ar meintu virkj­un­ar,“ seg­ir Hrafn í sam­tali við mbl.is.

„Mál­inu er ekki lokið og það má bú­ast við aðgerðum síðar í vik­unni. Við ætl­um ekki að mót­mæla, við ætl­um að koma í veg fyr­ir þetta.“

Hrafn Jökulsson hefur barist ötullega gegn virkjun Hvalár.
Hrafn Jök­uls­son hef­ur bar­ist öt­ul­lega gegn virkj­un Hvalár. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Seg­ir virkj­un­ina ekk­ert hafa sér til gild­is

„Vest­ur­Verk má mín vegna al­veg bæta veg­inn til Ófeigs­fjarðar. En þeir munu aldrei drösla 40 tonna túr­bín­um um þann veg. Við mun­um koma í veg fyr­ir það með margra góðra manna hjálp. Það er stór­kost­legt að fólk skuli loks­ins vera að vakna til vit­und­ar um þessi hermd­ar­verk sem eru í upp­sigl­ingu í Stranda­sýslu,“ seg­ir Hrafn. 

„Þetta mál er eitt alls­herj­ar hneyksli frá upp­hafi til enda. Kæru­mál­in sjö liggja fyr­ir og þau ber að af­greiða áður en Vest­ur­Verk og HS Orka fá að halda áfram sín­um skaðræðis­verk­um fyr­ir norðan. Þessi meinta virkj­un hef­ur ekk­ert sér til gild­is annað en það að tryggja hinum er­lendu eig­end­um HS Orku raf­magn til þess að standa und­ir einu gagna­veri eða svo.

Hún skil­ar engu fyr­ir Árnes­hrepp, engu fyr­ir Vest­f­irði og engu fyr­ir Ísland.“

Þá tel­ur Hrafn friðlýs­ingu svæðis­ins geta orðið arðbær­ari en virkj­un Hvalár og nefn­ir hann í því sam­hengi álit Skipu­lags­stofn­un­ar og skýrslu En­vironice.

„Að sjálf­sögðu eig­um við að standa vörð um stærstu ósnortnu víðerni Íslands. Við eig­um að skila Íslandi til framtíðarkyn­slóða með mann­sæm­andi hætti en ekki láta gróðrar­sjón­ar­mið vera aflvaki þess sem þarna er á bakvið. Ég veit að þetta verður stöðvað.“

Hrafn vill ekki segja hvers eðlis fyr­ir­hugaðar aðgerðir þeirra sem mót­falln­ir eru virkj­un­inni séu. 

„Ég vil gefa sem minnst upp, en þetta skal aldrei verða. Það eru marg­ir á leiðinni norður. Við tök­um þenn­an slag með bros á vör og sjá­um til þess að okk­ar ástkæra Árnes­hreppi verði bjargað frá er­lend­um auðkýf­ing­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert