„Við högum okkur eins og siðað fólk“

Árneshreppur.
Árneshreppur. mbl.is/Golli

Hluti land­eig­enda í Selja­nesi í Ing­ólfs­firði segj­ast ætla að reyna all­ar laga­leg­ar leiðir til að koma í veg fyr­ir frek­ari fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi áður en gripið verður til ann­ars­kon­ar aðgerða. Hafa því eng­in mót­mæli orðið á vett­vangi fram­kvæmd­anna og von­ast talsmaður land­eig­anda til að svo verði áfram.

„Við ætl­um að láta reyna á laga­bók­staf­inn og all­ar þær heim­ild­ir sem eru fyr­ir hendi áður en við gríp­um til ein­hverra aðgerða. Við vilj­um sýna gott for­dæmi, það er þannig sem þetta á að virka. Við æðum ekki bara af stað með ein­hverj­ar fram­kvæmd­ir sem eru byggðar á veik­um grunni og það mega sum­ir taka sér til fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son, talsmaður hluta land­eig­anda í Selja­nesi. 

Kanna hvort að framsal veg­halds stand­ist

Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi er fyrsti hluti fram­kvæmda við fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un. Fram­kvæmd­ar­leyfi sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki til um­ræddra fram­kvæmda hef­ur þótt afar um­deilt. Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært leyfið til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

„Við erum búin að vera að funda með lög­fræðing­um í all­an morg­un. Það var verið að fara yfir mál­in og hvað sé fyr­ir hendi frá Vega­gerðinni og Hrepps­nefnd­inni og hvernig að þess­ari yf­ir­færslu veg­ar­ins var að staðið,“ seg­ir Guðmund­ur, en Vega­gerðin fram­seldi veg­hald á Ófeigs­fjarðar­vegi til Vest­ur­Verks. 

„Við erum að kanna hvort að samn­ing­ur­inn sem Vega­gerðin gerði við Vest­ur­Verk haldi vatni og með þeim ákvæðum sem eru til­tek­in í samn­ingn­um. Vega­gerðin fram­sel­ur ákveðið vald til Vest­ur­Verks og við vilj­um kanna lög­mæti þess,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Segj­ast ekki hafa vitað af veg­skrán­ingu

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni í dag kem­ur fram að Vega­gerðin telji sig hafa fullt for­ræði yfir Ófeigs­fjarðar­vegi og að sem veg­hald­ari megi Vega­gerðin fram­selja veg­hald á grund­velli vegalaga. Þá seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni að dóma­for­dæmi bendi til þess að þjóðveg­ir sem haldið hef­ur verið við með al­manna­fé til­heyri ís­lenska rík­inu þó að form­leg skjalfest eign­ar­heim­ild liggi ekki fyr­ir. 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðmund­ur seg­ir land­eig­end­ur vera ósátta við þetta þar sem þeir hafi ekki vitað að Ófeigs­fjarðar­veg­ur hafi verið skráður lands­veg­ur í vega­skrá Vega­gerðar­inn­ar árið 2004. 

„Vega­gerðin hef­ur svarað okk­ur áður en þeir telja sig hafa heim­ild til þess að gera þetta og að þetta hafi verið gert at­huga­semda­laust. Það eru ekki rök­semd­ir sem halda vatni. Þú skrá­ir ekk­ert eig­ur ein­hvers í gagna­grunn hjá þér að hon­um ófor­sp­urðum og seg­ir svo fimmtán árum seinna að það hafi ekki verið gerðar at­huga­semd­ir við þetta. Við get­um nátt­úru­lega ekki gert at­huga­semd­ir við eitt­hvað sem við vit­um ekki af,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Halda sig til hlés í bili

Guðmund­ur seg­ir land­eig­end­ur um­fram allt vilja vinna úr mál­inu á laga­leg­um grund­velli svo að ekki þurfi að koma til mót­mælaaðgerða. 

„Við erum að kanna sögu Vega­gerðar­inn­ar þarna og af hverj­um, hvernig og hvenær eitt­hvað var gert af Vega­gerðinni á svæðinu til að sjá hvort að það hafi verið Vega­gerðin eða heima­menn sem hafi viðhaldið veg­in­um. Það er verið að kanna þetta allt sam­an og við höf­um lög­fræðinga sem eru að grandskoða all­ar heim­ild­ir varðandi lög­sögu Vega­gerðar­inn­ar með þenn­an veg­slóða og heim­ild­ir Vega­gerðar­inn­ar til að fram­selja þetta vald sem fylg­ir veg­haldi. Við bara bíðum á meðan.“

Ófeigsfjörður.
Ófeigs­fjörður. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Guðmund­ur tel­ur lík­legt að fram­kvæmd­irn­ar fær­ist inn á land í Selja­nesi á næstu dög­um. Ef ekki finn­ist lausn á mál­inu fyr­ir þann tíma seg­ir hann land­eig­end­ur ekki ætla að sitja hjá. 

„Við tök­um okk­ur stöðu þegar þeir nálg­ast landið okk­ar og við ætl­um að sjá til þess að það verði ekki farið inn á okk­ar land nema all­ar heim­ild­ir séu fyr­ir hendi og þær eru það ekki núna.

„Það er fólk þarna á staðnum núna sem er að fylgj­ast með fram­kvæmd­un­um og fylgja því eft­ir að fram­kvæmd­araðil­inn sé að halda sig inn­an þess vegsvæðis sem hann til­grein­ir sjálf­ur í sín­um fram­kvæmd­ar­lýs­ing­um, seg­ir Guðmund­ur. 

„Þau halda sig bara til hlés og fylgj­ast með. Við hög­um okk­ur bara eins og siðað fólk. Við göng­um úr skugga um að allt lög­mæti sé fyr­ir hendi áður en við gríp­um til aðgerða. Það mættu Vest­ur­Verk og Árnes­hrepp­ur taka sér til fyr­ir­mynd­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert