Greiddi 290 milljónir fyrir landið

Álverið í Straumsvík greiddi Hafnarfjarðarbæ 290,3 milljónir króna fyrir land, …
Álverið í Straumsvík greiddi Hafnarfjarðarbæ 290,3 milljónir króna fyrir land, en vegstæði Reykjanesbrautar er á landinu. ljósmynd/Rio Tinto Alcan

Hafnafjarðarbær fékk greiddar 290,3 milljónir króna þegar sveitarfélagið seldi álverinu í Straumsvík 51,95 hektara 30. desember 2003. Þetta kemur fram í svari Hafnarfjarðarbæjar  við fyrirspurn mbl.is.

Landið er sunnan og austan við núverandi athafnasvæði álversins og liggur vegstæði Reykjanesbrautarinnar á landinu.

Aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir því að vegstæði Reykjanesbrautar verði flutt, en ekki liggur fyrir hver kostnaður þess er og telur Vegagerðin það á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar að greiða þann kostnað sem fylgir því að flytja veginn.

Sala landsins var gerð í aðdraganda fyrirhugaðrar stækkunar álversins, en aldrei varð úr þeim áformum. Þá fór salan fram án samráðs við Vegagerðina.

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, hefur lagt til að veginum, sem nú liggur um svæðið, verði breytt í einstefnuveg til vesturs á meðan nýr vegur verði lagður með einstefnu til austurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert