Ragnar tilnefndur fyrir Drunga

Ragnar Jónasson, rithöfundur.
Ragnar Jónasson, rithöfundur. Árni Sæberg

Drungi eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem besta glæpasaga ársins í Bretlandi en verðlaunin verða veitt í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefandanum Bjartur og Veröld. 

Útgáfuhluti Amazon-samsteypunnar og Capital Crime glæpasagnahátíðin í London sem standa að verðlaununum, en alls eru fimm glæpasögur tilnefndar. Hinar eru Cruel Acts eftir Jane Casey, The Sentence is Death eftir Anthony Horowitz, Metropolis eftir Philipp Kerr sem lést í fyrra og In the House of Lies eftir Ian Rankin en bók hans hefur setið vikum saman á metsölulista Sunday Times.

Bók Ragnars er sú eina af þeim sem tilnefndar eru …
Bók Ragnars er sú eina af þeim sem tilnefndar eru sem er þýdd. Ljósmynd/Aðsend

Að því er fram kemur í tilkynningu útgáfunnar Drungi eina þýdda bókin af þeim fimm sem sérstök dómnefnd tilnefnir til verðlaunanna. Lesendur hafa síðan síðasta orðið um það hver þessara fimm telst besta glæpasaga ársins í Bretlandi, en það verður kunngjört á lokakvöldverð Capital Crime hátíðarinnar í lok september.

„Á dögunum birti Blackwell's bókabúðakeðjan lista yfir hundrað bestu glæpasögur sem komið hafa út og var Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson þar á meðal. Og nýlega valdi Sunday Times Dimmu eftir hann sem eina af hundrað bestu glæpasögum sem komið hafa út frá stríðslokum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert