Tollverðir á Seyðisfirði stöðvuðu tvo erlenda karlmenn er ferjan Norræna lagðist þar að á fimmtudag. Í ljós kom að þeir voru með mikið magn fíkniefna í fórum sínum.
Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands fyrir hádegi í dag.
Lögreglan á Austurlandi fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, en lögregla segir rannsóknina vera á viðkvæmu stigi og hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.