Drögumst aftur úr í hinsegin réttindum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hinsegin dagar snúast ekki aðeins um að fagna heldur um að halda baráttunni áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu á hádegisfundi Hinsegin daga og Nasdaq um hinsegin fólk á vinnumarkaði á Þjóðminjasafninu.

Katrín sagði Íslendinga oft hafa tekið stór skref í réttindum hinsegin fólks, en að lagalega væru þeir farnir að dragast aftur úr.

Markmið ríkisstjórnarinnar sagði Katrín vera að klifra aftur upp regnbogakort ILGA-Europe. Þar mætti m.a. nefna lagabreytingar um jafna meðferð á vinnumarkaði, sem einmitt tengdist málefni fundarins beint, og ný lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt hefðu verið mótatkvæðalaust.

Íslendingar gætu jú verið stoltir af þeirri þverpólitísku samstöðu sem gjarnar hefði skapast um að bæta réttarstöðu hinsegin fólks í tímanna rás.

Þrátt fyrir það sagði Katrín enn verk að vinna og nefndi þar meðal annars vinnu að lögum til verndar börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Lagaleg vernd væri þó eitt og raunveruleikinn oft annar, og því væri samvinna stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls afar mikilvæg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert