Héraðsdómur féllst á beiðni landeigenda

Drangaskörð á Ströndum.
Drangaskörð á Ströndum. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst fyr­ir helgi á beiðni land­eig­enda Dranga­vík­ur á Strönd­um um flýtimeðferð í dóms­máli sem eig­end­urn­ir hafa höfðað gegn Vest­ur­Verki og Árnes­hreppi vegna fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar. 

Er það krafa eig­enda rúm­lega 70% óskipts lands Dranga­vík­ur að leyfi Vest­ur­Verks fyr­ir fram­kvæmd­um á Ófeigs­fjarðar­heiði vegna Hvalár­virkj­un­ar verði ógilt. Þá er farið fram á að deili­skipu­lag Árnes­hrepps verði einnig dæmt ógilt. 

Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi er fyrsti hluti fram­kvæmda við fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un. Fram­kvæmd­ar­leyfi sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki til um­ræddra fram­kvæmda hef­ur þótt afar um­deilt. Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært leyfið til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Telja Ey­vind­ar­fjarðar­vatn inn­an Dranga­vík­ur

Í til­kynn­ingu frá land­eig­end­um í Dranga­vík seg­ir að fram­kvæmda­leyfi Árnes­hrepps til Vest­ur­Verks byggi á röng­um landa­merkja­bréf­um. Segja land­eig­end­ur að sam­kvæmt þing­lýst­um landa­merkj­um til­heyri Ey­vind­ar­fjarðar­vatn Dranga­vík, en leyfið bygg­ir á því að vatnið til­heyri ná­granna­jörðinni Engja­nesi. Er fyr­ir­hugað að lagður verði veg­ur að vatn­inu. 

„Rask á og við eign­ar­land okk­ar við Ey­vind­ar­fjarðar­vatn er yf­ir­vof­andi næsta vor enda hef­ur komið fram að Vest­ur­verk hef­ur ekki hug á að bíða úr­lausna kæru­mála. Í júní kærðum við þess­ar fram­kvæmd­ir til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála og kröfðumst stöðvun­ar fram­kvæmd­anna.

„Úrsk­urðar­nefnd­in féllst ekki á að stöðva fram­kvæmd­ir á meðan hún fjallaði um málið. Við þess­ar aðstæður telj­um við eðli­leg­ast að dóm­stól­ar fjalli um ágrein­ings­atriði máls­ins, í stað þess að bíða úr­sk­urðar nefnd­ar­inn­ar. Fór­um við fram á flýtimeðferð enda þoli málið ekki bið og var við henni orðið,“ seg­ir í til­kynn­ingu hluta lan­geig­enda. 

„Dóms­málið verður þing­fest síðar í þess­ari viku og fá þá Vest­ur­verk og Árnes­hrepp­ur skamm­an frest til að skila grein­ar­gerðum sín­um, kjósi þau að halda uppi vörn­um.“

Vilja að nátt­úr­an fái að þró­ast á eig­in for­send­um

Þá segj­ast land­eig­end­ur telja ágalla á málsmeðferð aðal­skipu­lags, deili­skipu­lags og öðrum und­ir­bún­ingi fram­kvæmda­leyf­is­ins hjá Árnes­hreppi, vera svo al­var­lega að ógilda eigi bæði leyfið og deili­skipu­lagið. 

Land­eig­end­ur byggja kæru sína á svipuðum grund­velli og fyrri kæru til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála í júní. Á meðal þeirra atriða sem kær­an bygg­ir á eru röng landa­merki sem Vest­ur­Verk og Árnes­hrepp­ur hafa stuðst við og nei­kvæð um­hverf­isáhrif Hvalár­virkj­un­ar. 

„Við vilj­um að víðerni Ófeigs­fjarðar­heiðar, vatns­föll­in, foss­arn­ir og strand­lengj­an fái að vera óröskuð um ókomna tíð og nátt­úr­an fái að þró­ast á eig­in for­send­um. Hvalár­virkj­un mun ekk­ert gera fyr­ir mann­líf á Strönd­um, held­ur þvert á móti eyðileggja þá mögu­leika sem fel­ast í nátt­úru­vænni upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs. Hvalár­virkj­un er ekki nauðsyn­leg til að tryggja raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum og bygg­ing henn­ar mun að auki leiða til nei­kvæðra um­hverf­isáhrifa af há­spennu­lín­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu land­eig­enda. 

Land­eig­end­ur í Dranga­vík eru ekki þeir einu sem kært hafa fram­kvæmd­ar­leyfi Árnes­hrepps til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Hafa land­eig­end­ur í Ing­ólfs­firði einnig kært deili­skipu­lag fyr­ir fyrsta áfanga Hvalár­virkj­un­ar auk fjölda nátt­úru­vernd­ar­sam­taka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert