„Tökum þessu sem ögrun“

Grafa verktaka VesturVerks við landamerki að Seljanesi.
Grafa verktaka VesturVerks við landamerki að Seljanesi. Ljósmynd/Aðsend

Hluti land­eig­enda að Selja­nesi í Ing­ólfs­firði finnst þeim hafa verið ögrað þegar gröfu verk­taka sem ann­ast fram­kvæmd­ir á veg­um Vest­ur­Verks á Ófeigs­fjarðar­heiði, var lagt við landa­merki að Selja­nesi. Hafa land­eig­end­ur sagst ætla að koma í veg fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar fær­ist inn á land þeirra með öll­um til­tæk­um aðferðum. 

„Þeir lögðu gröf­unni bara al­veg við landa­merk­in. Ég veit ekki hvað þeim geng­ur til með þessu. Við tök­um þessu bara sem ögr­un við okk­ur. Við vit­um að þeir eru að vinna þarna tölu­vert inn­ar í firðinum og að koma með gröf­una upp að landa­merkj­un­um og planta henni þarna er bara klár­lega ögr­un,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son, talsmaður hluta Land­eig­enda að Selja­nesi. 

Fyr­ir­huguð Hvalár­virkj­un hef­ur verið gríðarlega um­deild í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars. 

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Þá hef­ur hluti land­eig­enda Dranga­vík­ur kært fram­kvæmd­ar­leyfið og deili­skipu­lag Árnes­hrepps til Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Hef­ur verið fall­ist á flýtimeðferð í mál­inu. 

Fram­kvæmd­irn­ar nálg­ast Selja­nes óðum

„Þeir hafa enga heim­ild til að fara inn í landið. Það eru bara skýr fyr­ir­mæli frá Vega­gerðinni og samn­ing­um sem þeir hafa gert við hrepp­inn og Vega­gerðina um að þeir fari ekki inn í land Selja­nes án þess að hafa sam­ráð og fá samþykki frá land­eig­end­um,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að samþykki land­eig­enda liggi ekki fyr­ir. 

Guðmund­ur seg­ir verk­taka Vest­ur­Verks nú vinna að fram­kvæmd­um á Ófeigs­fjarðar­vegi um 700 metr­um frá Selja­nesi. Því sé ekki langt að bíða eft­ir að fram­kvæmd­irn­ar fær­ist inn á land Selja­ness. 

„Það get­ur bara gerst mjög hratt. Þeir eru þarna að róta inn með hlíðinni og ég veit að þeir hafa ekk­ert efni til að bera ofan í veg­inn vegna þess að þeir hafa ekk­ert aðgengi að fyll­ing­ar­efni og eru þess vegna að nota tím­ann núna til að róta upp veg­stæðinu. Þeir gera sker­ing­ar inn í fjallið og fylla út í sjó með drull­unni og eyðileggja fjör­una í leiðinni. Sú fram­kvæmd geng­ur hraðar fyr­ir sig því þeir eru ekki að eyða tím­an­um í að bera ofan í veg­inn,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Kæra ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar til ráðuneyt­is­ins

Land­eig­end­ur að Selja­nesi hafa nú kært ná ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar um að fram­selja veg­hald á Ófeigs­fjarðar­vegi til Vest­ur­verks, til sam­gönguráðuneyt­is­ins. 

VesturVerk hefur fengið framkvæmdarleyfi frá Árneshreppi vegna fyrirhugaðar Hvalárvirkjunar.
Vest­ur­Verk hef­ur fengið fram­kvæmd­ar­leyfi frá Árnes­hreppi vegna fyr­ir­hugaðar Hvalár­virkj­un­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Við bíðum bara átaka. Það kem­ur skýrt fram í okk­ar lög­fræðiáliti og öll­um samn­ing­um og fyr­ir­mæl­um sem verktak­inn hef­ur fengið að þeir hafa enga heim­ild til þess að fara inn í landið. Í lög­fræðiálit­inu er all­ur vafi tek­inn af því að Vega­gerðin hafi enga heim­ild til þess að ráðstafa þessu vega­stæði við þessa fram­kvæmd og hef­ur enga heim­ild til að fram­selja veg­hald með þess­um hætti sem þeir hafa gert.

„Þetta kem­ur mjög skýrt fram og við höf­um kært þessa niður­stöðu Vega­gerðar­inn­ar til sam­gönguráðuneyt­is­ins og sömu­leiðis óskað eft­ir því að réttaráhrif­um ákvörðunar Vega­gerðar­inn­ar verði frestað þangað til að málið verði til lykt­ar leitt,“ seg­ir Guðmund­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert