Skólavörðustígur málaður varanlega

Í dag var byrjað að mála hluta Skólavörðustígs í regnbogalitunum en í þetta sinn er litnum ætlað að vera til frambúðar og því er slitsterk málning notuð í þetta skiptið. Borgarstjórn samþykkti einróma fyrr í sumar að sýna þannig hinsegin fólki og réttindabaráttu þess stuðning. 

Sem fyrr segir hófst verkið í dag en ekki var útlit fyrir að það kláraðist að fullu fyrr en á morgun að sögn talsmanns borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka