„Viljum fara með friði og spekt“

Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum.
Til stendur að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Vest­ur­Verk ætl­ar að bíða með veg­fram­kvæmd­ir í landi Selja­nes í Ing­ólfs­firði í ein­hvern tíma. Verður farið í brú- og veg­ar­vinnu inn­ar í Ófeigs­firði eft­ir helgi. Land­eig­end­ur í Selja­nesi hafa mót­mælt fram­kvæmd­um Vest­ur­Verks harðlega og telja Vest­ur­Verk ekki hafa lög­mæta heim­ild fyr­ir veg­vinn­unni. 

Fram­kvæmd­ir vegna fyr­ir­hugaðar Hvalár­virkj­unar hafa verið gríðarlega um­deild­ar í Árnes­hreppi og víðar. Fyr­ir liggja sjö kær­ur hjá Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vegna fram­kvæmd­ar­leyf­is sem hrepps­nefnd Árnes­hrepps veitti Vest­ur­Verki í byrj­un sum­ars.

Hafa bæði land­eig­end­ur á svæðinu sem og ýmis nátt­úru­vernd­ar­sam­tök kært fram­kvæmd­ar­leyfið og meðal ann­ars borið fyr­ir sig meinta laga­lega van­kanta á meðferð máls­ins. 

Vilja fara með friði og spekt

Birna Lár­us­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, seg­ir að beðið verði með lag­fær­ing­ar í Selja­nesi í ein­hverja daga, meðal ann­ars til þess að halda friðinn við land­eig­end­ur í Selja­nesi. 

„Við erum núna að vinna í Ing­ólfs­firði og eig­um þar eft­ir að bera í veg­inn. Við höf­um sótt þar um leyfi til að nota námu innst í firðinum til að taka efni í of­an­b­urðinn. Síðan ætl­um við að færa okk­ur innst í Ófeigs­fjörð og ger­um það fyr­ir helgi svo að hefjast megi handa strax eft­ir helgi. Innst í Ófeigs­firði eru smá­vægi­leg­ar veg­bæt­ur fyr­ir­hugaðar og svo erum við að fara und­ir­búa að reisa þar brú yfir Hvalá. Það er brú sem kem­ur í raun­inni bara í einu lagi en við þurf­um að steypa und­ir­stöður og annað slíkt,“ seg­ir Birna um næstu skref fram­kvæmd­anna. 

Kort/​mbl.is

„Við erum að vinna jöfn­um hönd­um að þess­um verk­efn­um. Síðan er það kafl­inn um Selja­nes sem verður eft­ir og við ætl­um svona aðeins að hinkra með hann. Við vilj­um auðvitað fara með friði og spekt í gegn­um þetta verk­efni en við telj­um okk­ur vera í full­um rétti til að vinna þarna að veg­in­um og það er þá Vega­gerðin eða sveit­ar­fé­lagið sem þarf að gera ein­hverj­ar at­huga­semd­ir við okk­ur ef það er ekki svo.

„En sam­kvæmt öllu því sem við höf­um í hönd­um þá erum við í full­um rétti til að vinna þarna eft­ir þess­ari veg­línu og inn­an þess veg­helg­un­ar­svæðis sem til­heyr­ir veg­in­um.“

Vilja kom­ast hjá leiðind­um

Land­eig­end­ur í Selja­nesi hafa kært fram­kvæmd­ar­leyfi sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki í byrj­um sum­ars til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Þá telja land­eig­end­urn­ir að Vega­gerðinni hafi ekki verið heim­ilt að fram­selja veg­hald á veg­in­um til Vest­ur­Verks og hafa kært þá ákvörðun til sam­gönguráðuneyt­is­ins. 

„Við vilj­um auðvitað kom­ast hjá leiðind­um og vilj­um ekki fara með offorsi gegn ein­um eða nein­um í þessu verk­efni. Þessi hluti er fyrst og fremst lag­fær­ing­ar á þess­um slóða og til þessa hafa slík­ar fram­kvæmd­ir bara verið kær­komn­ar, allsstaðar þar sem þær hafa verið fram­kvæmd­ar og ég trúi nú ekki öðru en að land­eig­end­ur í Selja­nesi verði á end­an­um sömu skoðunar,“ seg­ir Birna. 

Hvalárlón.
Hvalár­lón. mbl.is/​Golli

Í Ófeigs­firði er að finna ein stærstu ósnertu víðerni á land­inu. Er þar tals­vert um menn­ing­ar- og sögu­m­inj­ar auk þess sem ný­lega upp­götvuðust trjá­hol­ur sem lík­leg­ar eru stein­gerv­ing­ar. Birna seg­ir Vest­ur­Verk hafa hagað sín­um fram­kvæmd­um þannig að eng­ar minj­ar bíði skaða. 

„Við mun­um auðvitað gæta vel að öll­um kenni­leit­um og erum ekki að fara hreyfa við nein­um þekkt­um kenni­leit­um. Það verða smá­vægi­leg­ar til­færsl­ur á vegi, inn­an veg­helg­un­ar­svæðis­ins og það er gert til þess að auka ör­yggi veg­ar­ins og sneiða hjá minj­um sem þar eru.“ 

Vél­un­um lagt við landa­merki af hag­kvæm­is­ástæðum

Talsmaður land­eig­enda í Selja­nesi sagði í sam­tali við mbl.is á mánu­dag að land­eig­end­um fannst sem þeim hafi verið ögrað þegar gröfu verk­taka sem ann­ast fram­kvæmd­ir á veg­um Vest­ur­Verks á Ófeigs­fjarðar­heiði, var lagt við landa­merki að Selja­nesi. 

Birna seg­ir að vinnu­vél­um hafi verið lagt við landa­merk­in af hag­kvæmnis­ástæðum og ekki neinu öðru. 

„Það voru uppi sam­særis­kenn­ing­ar um að við hefðum plantað vinnu­vél­um þarna gagn­gert til að ögra og það var auðvitað alls ekki svo. Vinnu­lag verk­tak­ans var þannig að þeir höfðu ákveðið að vél­arn­ar myndu vinna úr báðum átt­um og mæt­ast á miðri leið og höfðu fært vél­arn­ar í sam­ræmi við það til að vinna sér í hag­inn fyr­ir næsta dag. Þannig stóð á því að þessi vél var staðsett þarna á þess­um tíma.“

Land­eig­end­ur í Selja­nesi hafa sagst ætla að koma í veg fyr­ir að fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi fær­ist inn á þeirra land. Nú þegar þeim hluta fram­kvæmd­anna hef­ur verið slegið á frest er óljóst hvort að land­eig­end­ur muni leggj­ast gegn því að vinnu­vél­ar Vest­ur­Verks fari í gegn­um landið til að halda fram­kvæmd­um áfram norðan jarðar­inn­ar. 

„Þeir hafa eng­ar heim­ild­ir til að stöðva um­ferð um veg­inn. Þetta er skil­greind­ur þjóðveg­ur af hálfu Vega­gerðar­inn­ar en ekki einka­veg­ur. Við mætt­um held­ur ekki hindra um­ferð um veg­inn, þótt við séum veg­hald­ar­ar,“ seg­ir Birna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert