Hinsegin leiðir hjá Strætó

Hinseginstrætó
Hinseginstrætó Ljósmynd/Strætó

Gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík fer fram á morgun, 17 ágúst klukkan 14:00. Búist er við miklum fjölda fólks í miðbænum og mun Strætó hafa nokkra aukavagna tiltæka til þess að bregðast við álagi sem kann að myndast á leiðakerfinu. 

Hinsegin dagar fara nú fram í tuttugasta sinn og hafa þeir aldrei verið veglegri. Hátíðin nær venju samkvæmt hápunkti í Gleðigöngunni á morgun.

Milli kl. 10:00-18:00 munu eftirtaldar leiðir Strætó aka hjáleiðir:

Leiðir 1, 3 og 6 munu aka Snorrabraut til og frá Hlemmi.

Leiðir 11, 12 munu aka um Snorrabraut og Gömlu Hringbraut, til og frá Hlemmi.

Leið 13 mun aka um Snorrabraut og Gömlu Hringbraut, til og frá Hlemmi. Á leið sinni að Öldugranda mun leiðin ekki geta ekið um Hofsvallagötu.

Óvirkar biðstöðvar milli kl. 10:00-18:00:

Sæbraut/Frakkastígur, Sæbraut/Vitastígur, Harpa, Lækjartorg, Ráðhús Reykjavíkur, Fríkirkjuvegur, Ráðhús Reykjavíkur, Menntaskólinn í Reykjavík, Arnarhóll/Lækjartorg, Hofsvallagata/Hávallagata (í átt að Öldugranda). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka