„Þetta er ljós í myrkrinu“

Ófeigsfjörður.
Ófeigsfjörður. Ljósmynd/Aðsend

Talsmaður land­eig­enda í Selja­nesi í Ing­ólfs­firði seg­ist fagna þeirri ákvörðun Vest­ur­Verks að slá fram­kvæmd­um á Ófeigs­fjarðar­vegi í Selja­nesi á frest. Bíða land­eig­end­ur nú úr­sk­urða sam­gönguráðuneyt­is­ins og úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála um heim­ild Vest­ur­Verks til fram­kvæmda í Selja­nesi. 

„Við tök­um þessu ekki sem nein­um sigri en við ein­fald­lega álít­um að fyr­ir­tækið sé að minnsta kosti að telja ein­hvern vafa á þeir hafi heim­ild til að at­hafna sig með þess­um hætti inni í land­inu. Það eru bara nokkr­ir dag­ar í það að all­ur vafi verði tek­inn af því, bæði með úr­sk­urði sam­gönguráðuneyt­is­ins og líka úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Guðmund­ur Hrafn Arn­gríms­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vest­ur­Verk ætl­ar að bíða með vega­fram­kvæmd­ir í ein­hverja daga að sögn upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins. Verður farið í brú- og veg­avinnu inn­ar í Ófeigs­firði eft­ir helgi. Birna Lár­us­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sagði í sam­tali við mbl.is að beðið yrði með lag­fær­ing­ar í Selja­nesi, meðal ann­ars til þess að halda friðinn við land­eig­end­ur. 

„Við erum ekk­ert far­in að fagna neinu en við erum mjög ánægð með það að fyr­ir­tækið hafi litið þannig á, miðað við öll gögn sem liggja fyr­ir og þann málstað sem er uppi, að þeir hafi kannski ekki haft heim­ild til að fara með þess­um hætti inn í landið. Við fögn­um því að fyr­ir­tækið skuli að minnsta kosti vera í stakk búið til þess að viður­kenna það að það sé ekki heim­ild fyr­ir hendi til að fara inn í landið. Þetta er bara ljós í myrkr­inu, að fyr­ir­tækið skuli sjá sæng sína upp reidda að láta það vera að fara í gegn­um Selja­neslandið á þenn­an hátt,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Tel­ur að veg­slóðinn þoli ekki þunga um­ferð

Land­eig­end­ur í Selja­nesi hafa sagst ætla að koma í veg fyr­ir að fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi fær­ist inn á þeirra land. Nú þegar þeim hluta fram­kvæmd­anna hef­ur verið frestað er þó ljóst að vinnu­vél­ar Vest­ur­Verks þurfa að fara í gegn­um Selja­nes svo fram­kvæmd­ir norðan við jörðina megi halda áfram. 

Framkvæmdir á Ófeigsfjarðarvegi.
Fram­kvæmd­ir á Ófeigs­fjarðar­vegi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þegar kem­ur að vinnu­véla­akstri í gegn­um Selja­neslandið þá er þarna gam­all veg­slóði sem ein­fald­lega ber ekki þessa um­ferð. Mér finnst það mjög mik­ill ábyrgðar­hluti hjá verk­tök­un­um að ætla að fara með vinnu­vél­ar og þunga um­ferð um þenn­an veg­slóða sem er fyr­ir hendi,“ seg­ir Guðmund­ur. 

„Þetta er veg­slóði sem þjón­ar Selja­nesi og Ófeigs­firði og þeirri um­ferð sem hef­ur farið þar um síðustu fimm­tíu árin og ef þeir ætla sér að eyðileggja þenn­an veg með þess­um hætti þykir mér það mik­ill ábyrgðar­hluti. 

Ófeigsfjarðarvegur.
Ófeigs­fjarðar­veg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég held að bæði Vega­gerðin og Sam­göngu­stofa hljóti að skoða það hvort þurfi að setja þun­ga­tak­mark­an­ir á þenn­an veg vegna þess að mínu viti og allra sem til þekkja þá er það deg­in­um ljós­ara að veg­slóðinn ber ekki þunga um­ferð og það er þá á ábyrgð verk­tak­ans að mæta þeim af­leiðing­um að skemma þenn­an veg­slóða sem hef­ur verið byggður upp og haldið við í gegn­um árin af heima­mönn­um og öðrum úr sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Guðmund­ur.

Bú­ast við að málið skýrist á næstu dög­um

Land­eig­end­ur í Selja­nesi hafa kært fram­kvæmd­a­leyfi sem Árnes­hrepp­ur veitti Vest­ur­Verki í byrj­um sum­ars til úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Þá telja land­eig­end­urn­ir að Vega­gerðinni hafi ekki verið heim­ilt að fram­selja veg­hald á veg­in­um til Vest­ur­Verks og hafa kært þá ákvörðun til sam­gönguráðuneyt­is­ins.

Guðmund­ur seg­ist bú­ast við því að málið skýrist nán­ar í næstu viku. 

„Ég fagna því að fyr­ir­tækið skuli vilja vinna vinn­una sína á rétt­an hátt og að það sé rétt farið með og rétt farið að því. Ég fagna því að fyr­ir­tækið skuli vilja vinna þetta með friði og spekt en auðvitað er það Vega­gerðar­inn­ar og hrepps­ins að hafa sam­skipti við leyf­is­hafa. Það breyt­ir því líka ekki að þrátt fyr­ir að hrepps­nefnd veiti þetta fram­kvæmda­leyfi þá eru þar til gerðar stofn­an­ir í land­inu sem eru að fjalla um þetta mál.

„Það er ekk­ert end­an­leg ákvörðun hrepps­nefnd­ar hvort þetta fram­kvæmda­leyfi held­ur eða ekki. Það er þá úr­sk­urður sam­gönguráðuneyt­is­ins hvort þetta framsal á veg­haldi hafi verið heim­ilt og síðan hvort úr­sk­urðar­nefnd­in telji að rétt hafi verið farið með málið í skipu­lags­ferl­inu. Það er það sem við erum að bíða eft­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert