Gleðigöngufólk reimar á sig skóna

Frá Gleðigöngu Hinsegin daga í fyrra. Fjörið verður eflaust ekki …
Frá Gleðigöngu Hinsegin daga í fyrra. Fjörið verður eflaust ekki minna í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldrei hafa fleiri atriði verið skráð til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga, sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 í dag. Þaðan verður gengið eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og mun gangan svo enda við Hljómskálagarðinn þar sem taka við glæsilegir útitónleikar.

Ljóst er að veðurguðirnir munu ekki spilla fyrir gleðinni í dag. Léttskýjað er í Reykjavík og hitinn er 13 gráður.

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður verður á sínum stað í göngunni, á sérhönnuðum trukk. Er ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is leit við hjá honum í gær var verið að undirbúa prufukeyrslu á bílnum.

Gestum hefur verið bent á að mæta tímanlega í miðborgina til þess að taka þátt í Gleðigöngunni. Sérstök upphitun verður fyrir gönguna á Klapparstíg, sem málaður er í regnbogans litum, og stendur hún yfir á milli 12 og 14. Þar mun tónlist óma.

Er ljósmyndari mbl.is leit við í gær var verið að …
Er ljósmyndari mbl.is leit við í gær var verið að leggja lokahönd á trukkinn hans Páls Óskars. mbl.is/Arnþór

Strætóbreytingar og götulokanir

Bú­ist er við mikl­um fjölda fólks í miðbæn­um og mun Strætó hafa nokkra auka­vagna til­tæka til þess að bregðast við álagi sem kann að mynd­ast á leiðakerf­inu. Að auki verða eftirfarandi breytingar gerðar á akstri, vegna götulokana í miðbænum, sem sjá má mynd hér neðst í fréttinni.

Milli kl. 10:00-18:00 munu eft­ir­tald­ar leiðir Strætó aka hjá­leiðir:

Leiðir 1, 3 og 6 munu aka Snorra­braut til og frá Hlemmi.

Leiðir 11, 12 munu aka um Snorra­braut og Gömlu Hring­braut, til og frá Hlemmi.

Leið 13 mun aka um Snorra­braut og Gömlu Hring­braut, til og frá Hlemmi. Á leið sinni að Öldu­granda mun leiðin ekki geta ekið um Hofs­valla­götu.

Óvirk­ar biðstöðvar milli kl. 10:00-18:00:

Sæ­braut/​Frakka­stíg­ur, Sæ­braut/​Vita­stíg­ur, Harpa, Lækj­ar­torg, Ráðhús Reykja­vík­ur, Frí­kirkju­veg­ur, Ráðhús Reykja­vík­ur, Mennta­skól­inn í Reykja­vík, Arn­ar­hóll/​Lækj­ar­torg, Hofs­valla­gata/​Há­valla­gata (í átt að Öldu­granda). 

Svona eru götulokanir dagsins.
Svona eru götulokanir dagsins. Kort/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert