Mótmælti Gleðigöngu og var handtekin

Frá Gleðigöngunni í dag.
Frá Gleðigöngunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslensk kona var handtekin í Gleðigöngu Hinsegin daga sem fer nú fram í miðborg Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að konan hefði verið að mótmæla gleðigöngunni, ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og hefði því verið handtekin.

Hún neitaði að segja til nafns á vettvangi og var því færð á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún gaf loks upp nafn sitt.

Fyrir utan þetta atvik hefur dagurinn og gleðigangan gengið mjög vel að sögn Jóhanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert