Mannanafnanefnd samþykkti eiginnöfnin Frostúlfur, Mordekaí og Brandr og millinöfnin Ljónshjarta og Vatneyr með úrskurðum 7. ágúst. Alls voru sex nafnabeiðnir teknar fyrir hjá nefndinni þann dag, en einni beiðnanna var hafnað.
Vatneyrr hafnað sem millinafni en samþykkt sem Vatneyr. Vatneyrr var hafnað þar sem nafnið hefur nefnifallsendingu, -r, og fullnægir þess vegna ekki skilyðrum laga um mannanöfn, að því er fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar. Millinafnið Vatneyr telst dregið af ískensum orðstofni, örnefninu Vatnseyri. Þá hefur það ekki nefnifallsendingu og uppfyllir þannig ákvæða laga um mannanöfn.
Brandr var samþykkt þar sem rithátturinn, það er Brandur án u, hefur áunnið sé hefð í íslensku máli. Í úrskurði nefndarinnar er vísað í nafnið Brandr kemur fyrir fyrir í forníslenskum ritum. Nefndin vísar einnig í manntal frá 1855 þar sem fimm menn eru skráðir með nafnið Brandr.
„Þá liggur fyrir að nafnið Brandr kemur fyrir í alþekktum útgáfum á íslenskum fornritum, t.d. Landnámabók og Grettis sögu, og því telst nafnið hafa unnið sér menningarhelgi samkvæmt 3. gr. vinnulagsreglna mannanafnanefndar um hefð,“ segir jafnframt í úrskurði mannanafnanefndar.