Hluti af samkeppninni við Kína

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra.
Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al­bert Jóns­son, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Washingt­on og sér­fræðing­ur í alþjóðamál­um, seg­ir full­trúa Banda­ríkja­stjórn­ar tala um það op­in­skátt að áhug­inn á Íslandi og norður­slóðum sé hluti af sam­keppni við Kína á heimsvísu.

„Þetta hófst með því þegar Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kom til Íslands í fe­brú­ar sl. Viku áður áttu hátt­sett­ir full­trú­ar banda­ríska ut­an­rík­is­ráðherr­ans síma­fund með blaðamönn­um. Þar var m.a. spurt hvort Banda­ríkja­stjórn hefði áhyggj­ur af aukn­um um­svif­um Kín­verja á norður­slóðum. Þá kom það svar að svo vildi til að Pom­peo ætlaði að koma við í Reykja­vík vegna um­svifa Kín­verja,“ seg­ir Al­bert.

„Ég lít svo á að Pom­peo og Pence séu að koma hingað til að sýna þessu ákveðið viðnám og gefa ákveðið merki um að Græn­land og Ísland séu á þeirra svæði,“ seg­ir Al­bert.

Hann seg­ir aðspurður ekki út­lit fyr­ir að for­send­ur verði fyr­ir því að end­ur­vekja her­stöðina í Kefla­vík. Þá vís­ar hann á heimasíðu sína um alþjóða- og ut­an­rík­is­mál, al­bert-jons­son.com.

AFP
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert