Kæru vegna Ófeigsfjarðarvegar hafnað

Frá Ófeigsfirði.
Frá Ófeigsfirði.

Samgönguráðuneytið hafnaði í dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar fyrir hönd hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta.

Land­eig­end­ur höfðu farið fram á frest­un réttaráhrifa, þ.e. að fram­kvæmd­um við veglagn­ingu í firðinum vegna fyr­ir­hugaðrar virkj­un­ar í Hvalá yrði hætt á meðan úr því fengist skorið hvort Vega­gerðin hefði heim­ild til að ráðstafa veg­in­um, sem land­eig­end­ur telja sinn. 

Er það niðurstaða samgönguráðuneytisins að Ófeigsfjarðarvegur sé landsvegur og að Vegagerðin fari með veghaldið. Ennfremur að upptaka vegarins í tölu þjóðvega hafi verið í samræmi við gildandi málsmeðferð.

Þá kemur fram í úrskurðinum að samgönguráðuneytið telur að veghaldara sé heimilt að vinna að endurbótum á veginum á 12 metra breiðu svæði, sex metra út frá miðju vegarins í hvora átt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert