Staðan góð en vel þarf að fylgjast með

Angel Gurria framkvæmdastjóri OECD.
Angel Gurria framkvæmdastjóri OECD. mbl.is/Árni Sæberg

Staða Íslands er góð, en fylgjast þarf með þróun í tilteknum geirum á borð við ferðaþjónustu og sjávarútveg.

Þetta segir Angel Gurria, framkvæmdastjóri OECD, sem kynnir í dag Economic Survey fyrir Ísland.

„Hér gengur vel, en þið megið ekki verða sjálfumglöð og sofna á verðinum,“ segir Gurria í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann vill að horft sé til fleira en hefðbundinna mælikvarða við mælingar á velsæld í OECD-ríkjum.

„Á heildina litið hafið þið góða sögu að segja,“ segir Gurria sem staddur er hér á landi í þeim tilgangi annars vegar að taka þátt í ráðstefnunni „Að mæla árangur með hagvexti og hamingju“ sem haldin verður í Háskóla Íslands í dag.

Hins vegar liggur leið hans í fjármála- og efnahagsráðuneytið í dag þar sem hann kynnir OECD Economic Survey of Iceland, úttekt sem unnin er og kynnt á tveggja ára fresti. Gurria segir það stjórnmálamönnum nauðsynlegt að styðjast við fleiri mælikvarða á velsæld heldur en hina hefðbundnu.

Ráðstefnan er haldin af forsætis-, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, OECD og Wellbeing Economy Governments, þ.e. Skotlandi og Nýja Sjálandi. Á dögunum gaf nefnd forsætisráðherra út skýrslu um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði. Þar eru upptaldir 39 mælikvarðar til þess að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert