194.000 kr. munur á fasteignagjöldunum

Fasteignaskattur er hæstur á Húsavík af öllum þéttbýlisstöðunum 26. Hann …
Fasteignaskattur er hæstur á Húsavík af öllum þéttbýlisstöðunum 26. Hann er þar t.d. 160% hærri en í Bolungarvík, þar sem hann er lægstur. mbl.is/Helgi Bjarnason

Alls er um 87 milljóna króna munur á hæsta og lægsta heildarmati fasteigna á landinu, þ.e.a.s. á samanlögðu verðmati fasteignar og lóðar á 26 þéttbýlisstöðum á öllu landinu.

Það er hæst í Þingholtunum í Reykjavík eins og verið hefur á umliðnum árum og þriðja árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildarmatið 16,1 milljón kr. en þar hefur það hækkað 11,3% á milli ára, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgublaðinu í dag.  

Fasteignagjöld eru þriðja árið í röð hæst í Keflavík, eða 453.000 kr., en lægst í Grindavík, eða 259 þúsund kr., og eru því 57% af gjöldum í Keflavík. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 194 þús. kr.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri samantekt Byggðastofnunar á fasteignamati og fasteignagjöldum sem byggð er á útreikningum Þjóðskrár Íslands á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum um allt land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka