Reynt eftir megni að minnka slóða

Kröflulína.
Kröflulína.

Landsnet velti upp ýmsum möguleikum til að draga úr slóðagerð á votlendi við lagningu Hólasandslínu 3. Meðal annars voru athugaðir möguleikar á að vinna á frosinni jörð, nota burðarmiklar beltavélar sem skilja eftir sig lítil för eða vinna að framkvæmdum með þyrlu.

Niðurstaðan var þó að slóðagerð var talin æskilegasta lausnin en jafnframt er til skoðunar að krefjast ekki efnis- og burðarmikilla slóða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta kemur fram í svari Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, við spurningu blaðsins um hvað hægt sé að gera til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á votlendi. Skipulagsstofnun vekur athygli á því í áliti sínu á matsskýrslu Landsnets vegna Hólasandslínu 3 að framkvæmdir við aðalvalkost Landsnets myndu skerða votlendi víðs vegar á línuleiðinni, en votlendi nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Steinunn segir að aðalvalkostur Landsnets muni raska tæplega 5 ha af votlendi. Hins vegar sé Hólasandslína bæði brýn og nauðsynleg framkvæmd í samfélagslegu tilliti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka