„Ákveðin viðurkenning“ felist í spurningum MDE

Ólafur Ólafsson mætir hér á fund viðskiptanefndar Alþingis árið 2017.
Ólafur Ólafsson mætir hér á fund viðskiptanefndar Alþingis árið 2017. mbl.is/Golli

Ólaf­ur Ólafs­son seg­ir að vinna og birt­ing á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is (RNA) hafi vegið al­var­lega að orðspori sínu og æru án þess að hann hafi haft nokk­urt tæki­færi til að koma við vörn­um eða nýta þau rétt­indi sem talið er sjálfsagt að fólk, sem borið er þung­um sök­um af hálfu stjórn­valda, njóti.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Ólafi, en í gær var greint frá því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefði kallað eft­ir svör­um frá ís­lensk­um stjórn­völd­um í tengsl­um við málsmeðferð RNA við rann­sókn og gerð skýrslu um þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í einka­væðingu Búnaðarbank­ans 2003. Þá seldi ís­lenska ríkið 48,5% hlut sinn í bank­an­um til S-hóps­ins svo­kallaða, sem Ólaf­ur var helst í for­svari fyr­ir.

Í skýrslu RNA kom fram að Hauck & Auf­hauser hefði í reynd aldrei verið fjár­fest­ir í Búnaðarbank­an­um, þvert á yf­ir­lýs­ing­ar S-hóps­ins. Var það af­drátt­ar­laus niðurstaða nefnd­ar­inn­ar að stjórn­völd hefðu verið skipu­lega blekkt við sölu bank­ans um það atriði.

Ólaf­ur beindi kæru til MDE eft­ir að skýrsl­an kom út árið 2017 og færði þar rök fyr­ir því að um­gjörð og málsmeðferð RNA hefði í raun falið í sér saka­mál á hend­ur hon­um og jafn­gilt refs­ingu án þess að hann hafi notið nokk­urra þeirra rétt­inda sem fólk sem borið er sök­um á að njóta og er grund­völl­ur rétt­ar­rík­is­ins.

„Ein­hliða árás á mig“

„Þótt skýrsl­an hafi verið skrifuð und­ir því yf­ir­skyni að varpa ljósi á 15 ára gam­alt mál fólust í henni al­var­leg­ar og ein­hliða ásak­an­ir á mig sem í engu eru rétt­læt­an­leg­ar. Þessi málsmeðferð jafn­gild­ir í raun refs­ingu án dóms og laga og geng­ur þvert á rétt hvers og eins til að telj­ast sak­laus uns sekt er sönnuð. Það felst ákveðin viður­kenn­ing á þess­um sjón­ar­miðum í því að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taki málið upp og krefji ríkið svara um málsmeðferðina.

Í þess­ari ein­hliða árás á mig var ekk­ert til­lit tekið til þess að ríkið tók á sín­um tíma hæsta til­boði í opnu sölu­ferli, kaup­verðið var greitt að fullu og eng­um blekk­ing­um var beitt, enda var til­boð S-hóps­ins metið hag­stæðast jafn­vel án aðkomu er­lends banka líkt og lesa má í fund­ar­gerðum Fram­kvæmda­nefnd­ar um einka­væðingu,“ er haft eft­ir Ólafi í frétta­til­kynn­ingu.

S-hópurinn keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum við einkavæðingu hans árið …
S-hóp­ur­inn keypti hlut rík­is­ins í Búnaðarbank­an­um við einka­væðingu hans árið 2003. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Spurn­ing­arn­ar sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu sendi stjórn­völd­um lúta meðal ann­ars að því hvort líta beri á rann­sókn RNA sem saka­mál­a­rann­sókn og sé svo, hvort Ólaf­ur hafi þá notið viðeig­andi rétt­ar­vernd­ar og hafi mögu­lega verið gert að svara spurn­ing­um án þess að gætt hafi verið að rétti hans til að svara ekki spurn­ing­um eða fella ekki á sig sak­ir. Þá er einnig spurt hvort gætt hafi verið að þeirri meg­in­reglu að menn skuli telj­ast sak­laus­ir uns sekt þeirra er sönnuð.

Eins er spurt hvort rétt­ur Ólafs til friðhelgi einka­lífs hafi verið skert­ur í skiln­ingi 8. grein­ar sátt­mál­ans og hvort hon­um hafi staðið til boða full­nægj­andi inn­lend úrræði þar sem hann hefði getað leitað rétt­ar síns sam­kvæmt 13. grein. Snerta spurn­ing­ar dóm­stóls­ins því ekki ein­ung­is málsmeðferð stjórn­valda sam­kvæmt 6. grein held­ur einnig 8. og 13. grein.

Þá er ís­lenska rík­inu boðið að leggja fram enska þýðingu á niður­stöðum RNA, end­ur­rit á ensku á um­mæl­um full­trúa RNA sem varða Ólaf og voru viðhöfð í sjón­varpi og á blaðamanna­fundi sem hald­inn var til kynn­ing­ar á niður­stöðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert