Steingrímur lýsir áhyggjum af þungum dómi Forcadell

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþinigs hefur ritað bréf til forseta …
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþinigs hefur ritað bréf til forseta Alþjóðaþingmannasambandsins og forseta Evrópuráðsþingsins vegna dómsins yfir Forcadell, sem áður var forseti katalónska þingsins. mbl.is/​Hari

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Alþing­is sendi for­seta Alþjóðaþing­manna­sam­bands­ins (IPU) og for­seta Evr­ópuráðsþings­ins bréf í gær þar sem hann lýs­ir áhyggj­um af þung­um fang­els­is­dómi sem Carme Forca­dell, fyrr­um for­seti Katalón­íuþings, fékk fyrr í mánuðinum sem og löngu gæslu­v­arðhaldi á meðan á mála­ferl­um stóð, ekki síst með hliðsjón af ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Frá þessu er greint á vef Alþing­is.

Forca­dell er einn níu leiðtoga aðskilnaðarsinna í Katalón­íu sem hlutu þunga dóma í hæsta­rétti Spán­ar 14. októ­ber síðastliðinn, en alls voru ní­menn­ing­arn­ir dæmd­ir í meira en 100 ára fang­elsi sam­an­lagt. Mik­il mót­mæli blossuðu upp í Barcelona í kjöl­farið.

Carme Forcadell fékk 11 og hálfs árs dóm fyrr í …
Carme Forca­dell fékk 11 og hálfs árs dóm fyrr í mánuðinum. AFP

„For­seti kveðst í bréf­inu til for­seta Evr­ópuráðsþings­ins gera sér grein fyr­ir að Katalón­ía sé ekki aðili að Evr­ópuráðsþing­inu, held­ur hluti aðild­ar­rík­is­ins Spán­ar. Engu að síður sé mik­il­vægt að grunn­gildi Evr­ópuráðsins um lýðræði, mann­rétt­indi og rétt­ar­ríkið séu leiðar­stef aðild­ar­ríkja. Þá vek­ur for­seti Alþing­is at­hygli á að Evr­ópuráðsþingið hafi tekið upp mál­efni ein­staka ríkja í ljósi þess­ara grunn­gilda og hvet­ur til þess að ígrundað sé vand­lega af hálfu Evr­ópuráðsþings­ins hvort mál­efni Katalón­íu verðskuldi ekki frek­ari skoðun. Loks lýs­ir for­seti þeirri von sinni að málið megi leiða til lykta með póli­tísk­um, lýðræðis­leg­um og friðsam­leg­um hætti,“ seg­ir um efn­is bréfs­ins á vef Alþing­is.

Í bréfi sínu til for­seta Alþjóðaþing­manna­sam­bands­ins lýs­ir Stein­grím­ur sam­bæri­leg­um áhyggj­um og vek­ur einnig at­hygli á að ekki er verið að ræða mál­efni aðila að IPU, held­ur innri mál­efni aðild­ar­rík­is­ins Spán­ar.

„For­seti Alþing­is lýs­ir á sama hátt þeirri von sinni að málið megi leysa með póli­tísk­um, lýðræðis­leg­um og friðsam­leg­um hætti í anda upp­runa­legs mark­miðs IPU að „efla frið með sam­tali og þing­leg­um tengsl­um“ (e. parlia­ment­ary diplomacy),“ sam­kvæmt því sem seg­ir á vef Alþing­is.

Forcadell er ein níu leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna sem hlutu dóma …
Forca­dell er ein níu leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna sem hlutu dóma fyrr í mánuðinum. Hún er hér önn­ur frá vins­ri í neðri röð. Efri röð frá vinstri: Raul Romeva, Joaquim Forn, Jordi Turull, Ori­ol Junqu­eras, Josep Rull. Neðri röð frá vinstri: Jordi Cuix­art, Carme Forca­dell, Dol­ors Bassa and Jordi Sanchez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert