Miklir samdrættir eftir langt ferðalag

Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand …
Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand konunnar kvöldið áður en fjölskyldunni var vísað burt frá landinu. Ljósmynd/No Borders Iceland

Albanska konan sem vísað var frá Íslandi í gærmorgun er komin með mikla samdrætti og er í hættu á að fara af stað í fæðingu. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Réttur barna á flótta. Konan, eiginmaður hennar og tveggja ára barn komu til Albaníu í nótt eftir 19 klukkustunda ferðalag.

Kon­an ber barn und­ir belti og er kom­in 36 vik­ur á leið.

Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað,“ segir meðal annars í Facebook-færslunni.

Konan verði flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. 

„Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun. Ekki er víst að hún fari af stað í fæðingu en þar sem samdrættir eru svo sterkir er viðbúnaðurinn mikill. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert