Geti haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar undir yfirlýsinguna.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar undir yfirlýsinguna. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ætíð hafa verið afstöðu samtakanna að allir félagsmenn skuli fara að lögum og eftir reglum. Gildi það einu hvar viðkomandi starfsemi fari fram, á Íslandi eða í útlöndum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum vegna umfjöllunar um starfsemi Samherja í Afríku.

Þar segir að ásakanirnar á hendur Samherja séu í eðli sínu alvarlegar og að það sé fyrirtækisins að bregðast við. „Ljóst er að mál af þessu tagi getur haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs og stöðu á alþjóðlegum markaði. Því er brýnt að málið verði rannsakað og hið rétta komi fram. Það er allra hagur, ekki síst þeirra sem bornir eru þungum sökum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert