Kaldasti veturinn kom að óvörum

Ferðamenn skoða Sólfarið við Sæbraut.
Ferðamenn skoða Sólfarið við Sæbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Íslendingar tóku á móti fyrsta degi sumarsins með opnum örmum í gær þegar kaldasti vetur það sem af er þessari öld var kvaddur.

Vetur á landinu hefur ekki mælst kaldari frá árunum 1998-1999 en var einnig sá sólríkasti frá upphafi mælinga í Reykjavík samkvæmt mælingum frá Veðurstofu Íslands. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir mælinguna hafi komið sér á óvart.

„Það var líka kalt síðasta vetur og ég hélt að hann hefði verið kaldari en þessi, en það er af því að nóvember var svo hlýr og febrúar líka. Aftur á móti voru desember og janúar miklu kaldari en nóvember svo þetta er miklu eðlilegra núna,“ segir hann. Kuldinn sé þó ekki sérstakur ef litið er lengra til baka.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert