Mannanafnanefnd hafnar nafni djöfulsins

Nokkur nöfn hlutu blessun nefndarinnar, en eiginnöfnunum Lucifer og Zelda …
Nokkur nöfn hlutu blessun nefndarinnar, en eiginnöfnunum Lucifer og Zelda var hafnað. mbl.is/Eggert

Mannanafnanefnd kom saman á sjötta degi þessa mánaðar og kvað upp nokkra úrskurði um mannanöfn, sem birtir hafa verið á vef nefndarinnar. Eiginnöfnin Ilíes, Charles, Rey, Damíen, Heiðbjartur, Marzellíus, Kristólín og Mikki voru öll samþykkt og skulu verða færð á mannanafnaskrá.

Eiginnöfnin Lucifer og Zelda hlutu ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Í fyrrnefnda tilfellinu var ástæðan augljós, að mati nefndarinnar.

„Þar sem nafnið Lucifer er eitt af nöfnum djöfulsins telur mannanafnanefnd ljóst að það geti orðið nafnbera til ama. Auk þess getur ritháttur nafnsins Lucifer ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn c telst ekki til íslenska stafrófsins,“ segir í úrskurði nefndarinnar.

Tvær ungar konur heita Zelda

Þá taldi nefndin ekki nægilega mikla hefð fyrir nafninu Zelda hérlendis til þess að það fengist samþykkt, en þó bera tvær íslenskar konur nafnið, sú eldri þeirra fædd 2009.

Ekki var það svo til bóta að rithátturinn getur að mati nefndarinnar ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, þar sem bókstafurinn z telzt ekki til íslenska stafrófsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert