Í sumar mældu vísindamenn við Háskólann í Leeds víðerni á Ófeigsfjarðarheiði með tilliti til skerðingar verði Hvalárvirkjun að veruleika. Niðurstöður þeirra eru að þau muni minnka um 45-48,5%.
Dr. Stephen Carver og Oliver Kenyon kynntu niðurstöðurnar á fundi í Þjóðminjasafninu í dag. Í myndskeiðinu er rætt við þá um rannsóknina ásamt Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastsjóra Landverndar, sem bindur miklar vonir við að þessar tölur komi til með að breyta fyrirætlunum um að virkja á svæðinu.
Litið var til sýnileika mannvirkja sem hafa áhrif á víðernaupplifun en nýir vegir, stíflur, yfirföll, lónstæður, skurðir, raflínur og stöðvarhús hafa mest áhrif.
Rannsóknin var fjármögnuð af sjóðnum Viljandi og Nell Newman foundation.