Komin tala á skerðingu víðerna

Í sumar mældu vísindamenn við Háskólann í Leeds víðerni á Ófeigsfjarðarheiði með tilliti til skerðingar verði Hvalárvirkjun að veruleika. Niðurstöður þeirra eru að þau muni minnka um 45-48,5%. 

Dr. Stephen Carver og Oliver Kenyon kynntu niðurstöðurnar á fundi í Þjóðminjasafninu í dag. Í myndskeiðinu er rætt við þá um rannsóknina ásamt Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastsjóra Landverndar, sem bindur miklar vonir við að þessar tölur komi til með að breyta fyrirætlunum um að virkja á svæðinu.

Litið var til sýnileika mannvirkja sem hafa áhrif á víðernaupplifun en nýir vegir, stíflur, yfirföll, lónstæður, skurðir, raflínur og stöðvarhús hafa mest áhrif.

Rannsóknin var fjármögnuð af sjóðnum Viljandi og Nell Newman foundation.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert